top of page

Writings

 

IMG_7166.jpg
Continuum - Place

Á sýningunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. Mörk þess óhlutbundna, arkitektúrs og áferðar eru könnuð auk þess sem formum úr menningarsögulegum kennileitum er teflt fram gegn tilvísunum í söguleg listaverk. Verkin eru byggð upp með lögum af þunnri málningu, útlínuteikningum, bleki, grafíti og útstrokunum. Nýju lagi af málningu er bætt ofan á eldra, stundum er það þurrkað út eða endurtekið yfir það sem áður var. Merkingum er komið fyrir, þær síðan máðst af, efni skarast, leysast upp og endurtaka sig. Hvöss, rúmfræðileg form þekja lög af bleki og litarefnum sem virðast bráðna með tímanum og loks hverfa. Sumir fletirnir eru spreyjaðir með tímanum málað yfir með þunnri málningu. Verkin vísa í tíma sem líður á óræðum og síbreytilegum stað og endurspeglar varðveislu og lof til fortíðinar og menningarlega mikilvæg kennileiti.

 

„Í verkum sínum setur Ásdís Spanó fram frumspekilegar og óhlutbundnar birtingarmyndir heimsins þar sem tilbúni hluti hans og náttúran lifa hlið við hlið í viðkvæmu en flóknu bandalagi. List Ásdísar rambar á mörkum tjástefnu og naumhyggjulistar, finnur jafnvægi á milli ólíkra þátta og sameinar þá í upphafinni fagurfræði. Skynjun leikur lykilhlutverk í málverkum hennar. Hún vinnur með sýnilega/ósýnilega tvískiptingu í marglaga málverkum, og nýtir sér eiginleika mismunandi efna til að skapa margslungin verk sem bjóða upp á virk samskipti við áhorfendur og umhverfi sitt, bregðast við breytingum á birtu og stöðu áhorfandans í rýminu.“

Ana Victoria Bruno

©2014-2024 by ÁSDÍS SPANÓ

bottom of page